Laugardagur 18.janúar 2020
433Sport

Andar köldu á milli Shaw og Lukaku eftir atvik sumarsins: Shaw hefndi sín hressilega í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að það andar köldu á milli Romelu Lukaku framherji Inter og Luke Shaw, bakvarðar Manchester United. Þeir voru áður samherjar í Manchester.

Lukaku fór frá United til Inter í sumar en hann var með leiðindi til að komast í burtu. Hann féll svo úr leik í Meistaradeildinni í gær með Inter, liðið fer í Evrópudeildina þar sem United er.

Þegar Lukaku hafði skrifað undir hjá Inter hafði hann skotið á United að hann væri nú mættur í Meistaradeildina, en Shaw ákvað að minna hann á þá færslu í gær. ,,Velkominn aftur,“ skrifaði Shaw og setti góðan broskarl með.

Ástæðan fyrir því að Shaw er illa við Lukaku er að í sumar, ákvað hann að birta hlaupatölur allra leikmanna United. Þar var hann að reyna að sanna fyrir fólki að hann væri ekki feitur og hægur. Þar kom fram að Shaw hefði á þessari æfingu, átt hægasta sprettinn.

Shaw er nokkkuð snöggur leikmaður og kom þeta á óvart en ljóst er að færsla Lukaku hefur pirrað Shaw. United sektaði Lukaku sem tók færsluna út á endanum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Þór meiddur og ekki með um helgina

Gylfi Þór meiddur og ekki með um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sky fullyrðir að Bruno Fernandes verði leikmaður United

Sky fullyrðir að Bruno Fernandes verði leikmaður United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var það of erfitt fyrir Anton að keppa við Gunnleif? – „Anton hefur verið eins og taugahrúga“

Var það of erfitt fyrir Anton að keppa við Gunnleif? – „Anton hefur verið eins og taugahrúga“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bálreiður Young strunsaði af æfingu til að komast til Inter

Bálreiður Young strunsaði af æfingu til að komast til Inter
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Klopp fundaði með Salah og Mane til að koma í veg fyrir fleiri rifrildi

Klopp fundaði með Salah og Mane til að koma í veg fyrir fleiri rifrildi
433Sport
Í gær

Kraftaverk Klopp: Sjáðu ótrúlega breytingu á leikmannahópnum

Kraftaverk Klopp: Sjáðu ótrúlega breytingu á leikmannahópnum
433Sport
Í gær

Ný tíðindi í máli Bruno Fernandes: Góðar líkur á að hann fari ekki til United

Ný tíðindi í máli Bruno Fernandes: Góðar líkur á að hann fari ekki til United