Þriðjudagur 21.janúar 2020
433Sport

Bjarni horfði á Kastljós: Þetta þurfa stelpunar að gera til að ná fram breytingum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar skemmtilegan pistil í blað dagsins. Þar ræðir hann viðtal sem var Í Kastljósi, á RÚV í síðustu viku.

Þar var staða kvennafótboltans rædd en til viðtals voru Guðni Bergsson, formaður KSí og Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta knattspyrnukona sögunnar

,,Það áttu sér stað áhuga­verðar sam­ræður í Kast­ljós­inu á RÚV hinn 4. des­em­ber síðastliðinn. Í settið voru mætt þau Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, fyrr­ver­andi landsliðskona í knatt­spyrnu, og Guðni Bergs­son, formaður KSÍ. Um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins var kvennaknatt­spyrn­an á Íslandi og hlut­ir sem mættu bet­ur fara. Í þætt­in­um var meðal ann­ars rætt um þá veg­ferð sem kvennaknatt­spyrn­an á Íslandi er á, U23 ára landslið kvenna og leiktíma í úr­vals­deild kvenna á síðustu leiktíð. Undanúr­slita­leik­ur Hol­lands og Svíþjóðar á HM kvenna í Frakklandi síðasta sum­ar fór fram 3. júlí, á sama tíma og leik­ur Vals og Breiðabliks í úr­vals­deild kvenna sem var á þeim tíma stærsti leik­ur tíma­bils­ins í kvenna­bolt­an­um. Óheppi­legt,“ skrifar Bjarni í Morgunblað dagsins.

,,Eins og Mar­grét Lára benti rétti­lega á hefði ein­fald­lega átt að fresta mót­inu aðeins svo leik­menn hefðu til dæm­is tæki­færi til þess að fara til Frakk­lands og fylgj­ast með HM. Að sama skapi geta fé­lög­in alltaf gert at­huga­semd­ir við móta­fyr­ir­komu­lagið þegar KSÍ legg­ur fram drög að Íslands­mót­inu.“

Bjarni ráðleggur stelpunum hér á landi hvað þær geti gert, til að na´fram breytingum og bætingum í boltanum hér heima.

,,Síðasta sum­ar var kvartað yfir dómgæslu í efstu deild kvenna. Eins og var rétti­lega bent á dæma ekki sömu dóm­ar­ar í efstu deild­um kvenna og karla. Aðeins fé­lög­in geta breytt þessu sjálf og á næsta ársþingi KSÍ fá stelp­urn­ar tæki­færi til þess að koma sín­um mál­um á fram­færi. Þar geta þær líka farið fram á það að bestu dóm­ar­ar lands­ins dæmi í efstu deild kvenna.“

,,Íslensk­ar knatt­spyrnu­kon­ur þurfa að vinna bet­ur með sín­um fé­lög­um í þeim mál­efn­um sem mega bet­ur fara, aðeins þannig munu ein­hverj­ar breyt­ing­ar til góðs eiga sér stað..“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah: Ég mætti aftur svo við unnum leikinn

Salah: Ég mætti aftur svo við unnum leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill fá að rota Rooney fyrir framan fleira fólk: ,,Erum í viðræðum við Eddie Hearn!“

Vill fá að rota Rooney fyrir framan fleira fólk: ,,Erum í viðræðum við Eddie Hearn!“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United: Stórleikur á Anfield

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United: Stórleikur á Anfield
433Sport
Í gær

Vara stuðningsmenn Arsenal við: ,,Hann er rusl og við vitum það“

Vara stuðningsmenn Arsenal við: ,,Hann er rusl og við vitum það“