fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
433Sport

Er Grótta að ljúga til um launamál leikmanna? – „Var lygamælir á þeim þegar þetta viðtal var tekið?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2019 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, Dr. Football heldur því fram að Grótta sé ekki að segja allan sannleikann, þegar kemur að launamálum leikmanna meistaraflokks karla. Grótta hefur státað sig að því að greiða ekki leikmönnum sínum laun, það kom liðinu upp í Pepsi Max-deildina.

Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins sagði á Stöð2 í vikunni að þannig yrði það áfram. Grótta myndi ekki greiða neinum leikmanni laun næsta sumar.

Sérfræðingar þáttarins sögðu í dag að samkvæmt þeirra heimildum væri Grótta að bjóða leikmönnum samning, þar sem greidd væru laun. ,,Það er ekki komið út í það, það er ekki rétt hjá þeim. Þeir voru að bjóða Arnari Sveini (Geirssyni) samning í vikunni. Það var peningur í því tilboði, leikmenn eru að fá borgað fyrir spilaða leiki en kannski ekki föst laun. Það eru laun, ef þeir spila,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins.

Kristján Óli Sigurðsson tók undir þetta. ,,Var lygamælir á þeim þegar þetta viðtal var tekið?.“

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi sagðist hafa heimildir fyrir því að Grótta væri að bjóða laun. ,,Þeir ætla að halda þessu uppi, miðað við okkar heimildir þá hefur Grótta boðið samninga þar sem eru peningar. Það er eitthvað alltaf í boði.“

Mikael sem er þjálfari Njarðvíkur er með skilaboð til Gústa Gylfa. ,,Þeir borga æfingaferð fyrir alla leikmenn, Gústi Gylfa kemur í fínt viðtal við Gaupa. Segir að þeir ætli að styrkja sig með fjórum leikmönnum, hvar ætlar þú að fá þessa leikmenn án þess að borga þeim neitt? Láttu mig vita hvar þeir eru, ég skal taka þá í Njarðvík og borga þeim eitthvað smá. Hann fær þá ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City