fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Þetta voru bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2019

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið endaði undankeppni EM á sigri en við spiluðum við Moldóva á útivelli í nóvember. Leikurinn var fínasta skemmtun en strákarnir sóttu þrjú góð stig til Moldóva. Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands snemma leiks en hann kom boltanum í netið á 17. mínútu. Heimamenn jöfnuðu nokkuð óvænt á 56. mínútu en Moldóva ógnaði marki Íslands þónokkrum sinnum í leiknum. Stuttu seinna skoraði Gylfi Þór Sigurðsson annað mark Íslands og fékk svo að stíga á vítapunktinn um 12 mínútum síðar. Gylfa tókst hins vegar ekki að skora úr spyrnunni en markvörður Moldóva varði meistaralega. Ískaldur Gylfi á vítapunktinum, síðustu mánuði. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endar Ísland riðlakeppnina með 19 stig úr tíu leikjum. Liðið leikur í umspili um laust sæti á EM, í mars.

433.is hefur fylgt liðinu eftir í hvert einasta verkefni, sama hvort um sé að ræða heima eða útileiki. Eftir hvern einasta leik hafa leikmenn liðsins fengið einkunn. Það er Birkir Bjarnason sem er besti leikmaður liðsins árið 2019, hann fær hæstu meðaleinkunnina. Birkir fékk í tvígang, 9 í einkunn og í tvígang fékk hann 8.

Kolbeinn Sigþórsson kemur þar á eftir en fast á hæla hans fylgja Ragnar Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Til að teljast marktækur í meðaleinkunn þarf að hafa fengið einkunn fjórum sinnum eða oftar. Sem dæmi fékk Jóhann Berg Guðmundsson sömu meðaleinkunn og Birkir en fékk aðeins einkunn í þremur leikjum.

Meðaleinkunn:
Birkir Bjarnason – 7
Kolbeinn Sigþórsson – 6,83
Ragnar Sigurðsson – 6,8
Gylfi Þór Sigurðsson – 6,8

Aron Einar Gunnarsson – 6,5
Jón Daði Böðvarsson – 6,4
Ari Freyr Skúlason – 6,3
Kári Árnason – 6,25

Hannes Halldórsson – 6,1
Guðlaugur Victor Pálsson -6
Hjörtur Hermannsson – 6
Emil Hallfreðsson – 6
Rúnar Már Sigurjónsson – 5,6
Viðar Örn Kjartansson – 5,6
Alfreð Finnbogason – 5,5
Arnór Ingvi Traustason – 5,5
Arnór Sigurðsson – 5,5

Þrír leikir eða minna
Jóhann Berg Guðmundsson – 7
Mikael Neville Anderson – 7
Albert Guðmundsson – 6
Jón Guðni Fjóluson – 6
Birkir Már Sævarsson – 5,5
Sverrir Ingi Ingason – 5
Hörður Björgvin Magnússon – 5
Samúel Kári Friðjónsson 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig