fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Gerir Hamrén breytingar á byrjunarliðinu? Blaðamannafundur í dag

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Ísland og Moldóva eigast við í Kísinev í Moldóvu annað kvöld í síðasta leik okkar í undankeppni EM 2020. Fyrir leikinn er Ísland með 16 stig í þriðja sæti riðilsins og á ekki lengur möguleika á að komast beint á EM þar sem Tyrkir eru með 20 stig og Frakkar með 22 stig.

Albanía er í fjórða sæti riðilsins með 13 stig og getur náð Íslandi að stigum ef liðið vinnur heimsmeistara Frakka á heimavelli sínum á morgun og Ísland tapar fyrir Moldóvu. Moldóva hefur aðeins unnið leik í undankeppninni til þessa, 1-0 gegn Andorra á heimavelli sínum. Liðið átti þó góðan leik gegn Frökkum á fimmtudag og tapaði 2-1 þar sem sigurmark Frakka kom 10 mínútum fyrir leikslok. Moldóvar eru því sýnd veiði en ekki gefin.

Ljóst er að Erik Hamrén mun ekki taka neina áhættu í liðsuppstillingunni fyrir leikinn annað kvöld. Vörnin verður að öllum líkindum sú sama og gegn Tyrkjum og þá er morgunljóst að Hannes Þór Halldórsson verður í markinu. Birkir Bjarnason átti mjög góðan leik á miðjunni gegn Tyrkjum á fimmtudag og hann mun halda sæti sínu í liðinu nema eitthvað óvænt komi upp. Gylfi Þór Sigurðsson verður á sínum stað í byrjunarliðinu.

Arnór Ingvi Traustason byrjaði á vinstri vængnum gegn Tyrkjum en möguleiki er á að Hamrén geri breytingar þar enda nokkrir möguleikar í stöðunni. Ari Freyr Skúlason getur leyst stöðuna ágætlega og þá myndi Hörður Björgvin Magnússon koma inn í bakvörðinn líkt og gerðist gegn Tyrkjum. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Ara undir lok þess leiks og gerði vel þær mínútur sem hann fékk að spila.

Jón Daði Böðvarsson byrjaði á hægri kantinum gegn Tyrkjum en eftir meiðsli Alfreðs Finnbogsonar færði hann sig í framlínuna og Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Alfreð og fór út á kant. Arnór mun að líkindum fá sæti í byrjunarliðinu og Jón Daði byrja í fremstu víglínu ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Kolbeinn er í dauðafæri á að slá markametið og svo lengi sem hann er heill mun hann spila gegn Moldóvu. Viðar Örn Kjartansson ferðaðist með liðinu í gær eftir að hafa verið veikur gegn Tyrkjum og möguleiki er á að hann fái sæti í liðinu nú þegar Alfreð er meiddur. Meiri líkur eru þó taldar á að hann byrji á bekknum en komi inn á í seinni hálfleik.

Eins og fyrr segir mun Erik Hamrén ekki taka neina áhættu í leiknum og spila sínu besta liði, enda kemur fátt annað en sigur til greina í lokaleik riðilsins. Þetta kemur þó allt saman væntanlega betur í ljós í dag en þá verður haldinn blaðamannafundur þar sem Erik Hamrén og Jón Daði Böðvarsson sitja fyrir svörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er