Jonny Evans og Caglar Soyuncu miðverðir Leicester City koma til greina hjá Manchester CIty.
Félagið skoðar að styrkja sig í hjarta varnarinnar í janúar, Vincent Kompany fór í sumar og enginn kom í stað hans.
Þá meiddist Aymeric Laporte illa í upphafi móts og John Stones hefur verið að glíma við meiðsli.
Pep Guardiola var pirraður vegna þess að félagið keypti ekki miðvörð í sumar. Evans og Soyuncu hafa verið frábærir með Leicester í vetur.
Þeir tveir og fleiri hafa verið settir á lista City sem verður skoðaður þegar janúr nálagast.
Leicester duo Jonny Evans and Caglar Soyuncu are among a number of centre-back options being considered by Man City, Sky Sports News understands.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 15, 2019