Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, reiddist verulega á blaðamannafundi í gær.
Santos var endalaust spurður út í Cristiano Ronaldo sem hefur verið í umræðunni undanfarna daga.
Ronaldo brást illa við skiptinu með Juventus um helgina og hefur fengið töluverða gagnrýni vegna þess.
,,Allir vilja tala um Cristiano Ronaldo, allir eru með skoðun á Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos.
,,Ef þetta hefði gerst með einhvern annan leikmann þá væri enginn að tala um þetta. Við tölum bara um þetta því þetta er hann.“
,,Það eru milljón leikmenn þarna úti og það er eins og þetta gerist bara fyrir hann og tvo eða þrjá í viðbót.“
,,Ég er að tala um Portúgal. Þið talið um Cristiano. Cristiano. Ég tala ekki um hann lengur.“