fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Mahrez er ennþá pirraður út í Leicester: Var næstum farinn til Arsenal – ,,Þeir stöðvuðu mig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, er enn pirraður út í sitt fyrrum félag Leicester City.

Mahrez vann titilinn með Leicester árið 2016 en hann vildi komast burt strax eftir þann magnaða árangur.

Arsenal reyndi að fá Mahrez árið 2016 en hann var svo seldur til City tveimur árum seinna.

,,Ef ég hefði farið í topplið strax eftir titilinn þá hefði sagan ekki verið sú sama,“ sagði Mahrez.

,,Ég missti af tveimur árum í hæsta gæðaflokki, ég tapaði tveimur árum! Í stað þess að fara til City 27 ára þá hefði ég getað verið þar 24 eða 25 ára.“

,,Leicester stöðvaði mig, þeir sögðu mér að ég væri ekki að fara fet. Umboðsmaður minn hafði rætt við Arsene Wenger sem vildi fá mig.“

,,Þetta var nánast klárt með Arsenal árið 2016. Ég var svo pirraður. Það var ekki auðvelt að fara frá því að vera besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í fallbaráttu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun