fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Landsliðshópurinn: Mikael Neville í fyrsta sinn – Kolbeinn á sínum stað

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 13:15

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren hefur valið landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni gegn Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM.

Ísland á veika von á því að komast beint inn á EM. Með því þarf að vinna Tyrkland og Moldóvu, einnig þarf íslenska liðið að treysta á að Andorra taki stig gegn Tyrkjum, ólíklegt en mögulegt.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru fjarverandi vegna meiðsla en Mikael Neville Anderson, er í fyrsta sinn í hópnum. Kantmaðurinn hefur staðið sig vel með Midtjylland í Danmörku.

Þá er Aron Elís Þrándarson í hópnum en Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals missir aftur sæti sitt í hópnum. Emil Hallfreðsson missir svo sæti sitt en hann er án félags og hefur verið síðan í júní.

Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK og markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins er á sínum stað. Hann var talsvert í fréttum í síðustu viku vegna handtöku í Stokkhólmi.

Íslenska liðið hittist í Tyrklandi á sunnudag og mætir heimamönnum á fimmtudag áður en haldið er yfir til Moldóvu þar sem leikurinn er á sunnudag.

Hér að neðan er hópurinn í heild.

Leikmaður – Lið – Leikir – Mörk

Markverðir
Hannes Þór Halldórsson Valur 65
Rúnar Alex Rúnarsson Dijon 5
Ögmundur Kristinsson AEL 15

Varnarmenn:
Jón Guðni Fjóluson Krasnodar 16 1
Sverrir Ingi Ingason PAOK 28 3
Hjörtur Hermannsson Bröndby 14 1
Kári Árnason Víkingur Reykjavík 80 6
Ragnar Sigurðsson Rostov 92 5
Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moscow 26 2
Guðlaugur Victor Pálsson SV Darmstadt 98 13
Ari Freyr Skúlason KV Oostende 70
Samúel Kári Friðjónsson Viking 7

Miðjumenn:
Mikael Neville Anderson FC Midtjylland
Arnór Ingvi Traustason Malmö FF 32 5
Birkir Bjarnason Al-Arabi 82 12
Rúnar Már Sigurjónsson Astana 25 1
Aron Elís Þrándarson Aalesund 4
Arnór Sigurðsson CSKA Moscow 6 1
Gylfi Þór Sigurðsson Everton 72 21

Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson Millwall 46 3
Kolbeinn Sigþórsson AIK 54 26
Viðar Örn Kjartansson Rubin Kazan 23 3
Alfreð Finnbogason FC Augsburg 56 15

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld