fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Blikar staðfesta komu Halldórs – Vinnur með Óskari

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason verður aðstoðarmaður Óskar Hrafns Þorvaldssonar sem er tekinn við Blikum. Þetta var staðfest í kvöld.

Óskar og Halldór voru saman hjá Gróttu og náðu þar ævintýralegum árangri með liðið.

Grótta hefur tryggt sæti sitt í efstu deild en Óskar gat ekki hafnað Blikum og yfirgaf því félagið.

Talað var um að Halldór myndi taka við Gróttu af Óskari en hann ákvað að taka slaginn í Kópavogi.

Tilkynning Blika:

Halldór Árnason hefur skrifað undir samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Blikum. Halldór hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafn Þorvaldssonar hjá Gróttu undanfarin tvö ár og flytur því sig um set innan UMSK samstarfsins eins og Óskar.

Halldór sem er með UEFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun var einnig yfirþjálfari yngri flokka hjá Seltjarnarnesliðinu undanfarin ár.

Þeir Óskar Hrafn og Halldór hafa náð mjög góðum árangri með Gróttuliðið og komu þeim meðal annars upp úr 2. deild í þá efstu á aðeins tveimur árum. Það verður því spennandi að fylgjast með þeim félögum á nýjum vígstöðvum.

Blikar bjóða Halldór velkominn í Kópavogi og vonast til að þeir félagar haldi áfram á sigurbraut með Blikaliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísland upp um eitt sæti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Í gær

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“