fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
433Sport

Hvað er hægt að gera svo Laugardalsvöllur sé nothæfur í mars?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 15:00

Laugardalsvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir allt í það að Ísland muni í mars spila leiki um að komast á EM næsta sumar, ljóst er að annar leikurinn færi hið minnsta fram á Laugardalsvelli.

Knattspyrnuleikur á grasi utandyra í mars, á Íslandi. Það er eitthvað margir velta því fyrir sér hvernig mun virka, og hvort það gangi upp yfir höfuð. Ísland þarf að vinna Tyrkland og Moldóvu í nóvember og Andorra þarf að vinna Tyrkland, svo þetta verði ekki að veruleika.

Völlurinn er iðulega í fínu standi frá maí og fram í október, en leikur í mars hefur ekki verið spilaður áður á vellinum.

Blika.is fjallar um málið og fer ítarlega yfir það. Þar segir meðal annars. ,, Ef ekkert verður gert á Laugardalsvelli verður grasið í dvala og góðar líkur á því að yfir því muni liggja þykkur klaki í mars. Því er alveg ljóst að vernda verður grasið á einhvern hátt ef ætlunin er að spila þar,“ segir á Blika.is.

,,Í boði eru tvær leiðir. Annars vegar að leyfa grasinu að leggjast í dvala, en vekja það upp af dvalanum seinnipart febrúar og í fyrrihluta mars. Hins vegar væri hægt að tryggja það að jörðin frjósi ekki þannig að grasið haldist grænt allan veturinn.“ Líklegt er að ansi erfitt gæti orðið að vekja grasið af dvalanum um hávetur. Fyrst þyrfti að ná frosti úr jörðu og svo þyrfti að halda hita á grasinu það væri hægt með því að blása heitu lofti undir dúk sem lagður er á grasið. Dúkur var notaður til að halda grasinu grænu fyrir leik sem spilaður var í nóvember 2014. En dúkurinn er líklega ekki nóg. Grasið þarf einnig á sól að halda til að vakna almennilega upp af dvalanum. Þar sem lítil orka er í sólinni yfir vetrartímann þyrfti þá að nota lampa til að búa til gervisólskin“

Ef halda á grasinu grænu í allan vetur, yrði það gert með dúk ef marka má frétt Blika.is sem er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni
433Sport
Fyrir 4 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“