Franck Ribery, leikmaður Fiorentina, spilaði tölvuleikinn FIFA 20 með börnum sínum nýlega.
Þar spilaði Ribery að sjálfsögðu sjálfan sig en hann samdi við Fiorentina í sumar eftir langa dvöl hjá Bayern Munchen.
Ribery er goðsögn í knattspyrnunni en hann var í 12 ár hjá Bayern og vann ófáa titla.
Hann er samt óþekkjanlegur í tölvuleiknum og sendi framleiðanda leiksins, EA Sports, létta pillu á Twitter.
,,Hey EA Sports, hver er þetta?“ skrifaði Ribery á Twitter og birti mynd af sjálfum sér í leiknum.
Það er eitthvað til í þessu hjá Frakkanum!
Played #FIFA20 with my kids not long ago. ?
Hey @EASPORTSFIFA…Who is this guy? ??? pic.twitter.com/fjCBjO4FOx— Franck Ribéry (@FranckRibery) 17 October 2019