fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Formaðurinn segir upp störfum eftir kynþáttaníð í garð Englendinga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Englands sem eru dökkir að hörund máttu þola mikið kynþáttaníð er liðið heimsótti Búlgaríu, í undankeppni EM í gær.

Ítrekað stöðvaði dómari leiksins leikinn til að reyna að fá stuðningsmenn Búlgaríu til að hætta, þannig mátti heyra apahljóð nánast allan leikinn.

Englendingar höfðu áhyggjur af þessu fyrir leik og það var ástæða fyrir því, stuðningsmenn Búlgaríu eru ítrekað með kynþáttaníð í garð dökkra leikmanna.

Eins og óttast var fyrir leikinn þá urðu leikmenn enska liðsins fyrir kynþáttafordómum úr stúkunni. Tyrone Mings er einn af þeim sem varð fyrir áreitinu og lét landsliðsþjálfarann Gareth Southgate vita af því.

Íhugað var að stöðva leikinn en hann var að lokum kláraður og vann England 6-0 sigur.

Forseti Búlgaríu krafðist þess að formaður knattspyrnusambandsins ætti að segja af sér, hann hefur nú gert það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum