Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands er mættur til Katar og mun skrifa undir hjá Al-Arabi.
Birkir hefur verið án félags síðan í ágúst þegar hann rifti samningi við Aston Villa.
Fjöldi liða hafa sýnt Birki áhuga sem stekkur nú á tilboð Al-Arabi.
Aron Einar Gunnarsson reif liðband í ökkla á dögunum og verður frá næstu mánuði, Birkir mun fylla hans skarð.
Birkir sem er 31 árs gamall lék áður á Ítalíu og með Basel í Sviss en var síðan í herbúðum Aston Villa.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en ekki er vitað hversu langan samning Birkir mun gera.
Birkir var öflugur með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi og Andorra og skrefið til Katar hjálpar honum að komast í enn betra form.