fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Birkir Bjarnason mættur til Katar: Skrifar undir hjá Al-Arabi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands er mættur til Katar og mun skrifa undir hjá Al-Arabi.

Birkir hefur verið án félags síðan í ágúst þegar hann rifti samningi við Aston Villa.

Fjöldi liða hafa sýnt Birki áhuga sem stekkur nú á tilboð Al-Arabi.

Aron Einar Gunnarsson reif liðband í ökkla á dögunum og verður frá næstu mánuði, Birkir mun fylla hans skarð.

Birkir sem er 31 árs gamall lék áður á Ítalíu og með Basel í Sviss en var síðan í herbúðum Aston Villa.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en ekki er vitað hversu langan samning Birkir mun gera.

Birkir var öflugur með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi og Andorra og skrefið til Katar hjálpar honum að komast í enn betra form.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina