Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, þurfti að leggja skóna á hilluna eftir meiðsli sem hann hlaut árið 2017.
Mason hlaut þá alvarleg höfuðmeiðsli en hann brákaði bein í höfuðkúpu og var lengi á spítala.
Það sorglega er að Mason er aðeins 28 ára gamall og spilaði sinn síðasta leik fyrir tveimur árum.
Mason horfði á leik Wales og Króatíu í kvöld þar sem Daniel James, leikmaður Wales og Manchester United, rotaðist í fyrri hálfleik.
Hann fékk hins vegar að fara beint aftur inná og tekur Mason ekki vel í það.
,,Daniel James var nú rétt í þessu rotaður og missti meðvitund. Samt þremur mínútum seinna þá fær hann að snúa aftur inná,“ sagði Mason.