Eins og flestir vita þá skrifaði David Luiz undir samning við Arsenal í sumar en hann kom til félagsins frá Chelsea.
Luiz fór fram á sölu á lokadegi félagaskiptagluggans en hann óttaðist sæti sitt hjá Chelsea.
Það kom mörgum á óvart að Luiz hafi valið Arsenal enda er mikill rígur á milli félagsins og Chelsea.
Aðeins tveimur dögum áður en Luiz ákvað að fara þá var búið að setja upp risastóra mynd af honum á búð félagsins
Eden Hazard var áður andlit búðarinnar en hann samdi við lið Real Madrid í sumar.
Eins og má sjá hér fyrir neðan átti Luiz að vera nýtt andlit búðarinnar en það entist ekki lengi.
Chelsea have just finished changing the face of their megastore from Eden Hazard to David Luiz… Someone out there right now is very frustrated. pic.twitter.com/bDTyZIJfxx
— Niall ㋡ (@niallmoran_) 9 August 2019