Paul Pogba, ákvað að ferðast ekki með Manchester United til Wales í gær, fyrir síðasta æfingaleik liðsins gegn AC Milan í dag.
Ástæðan sem Manchester United gefur út er að Pogba glími við smávægileg meiðsli í baki.
Nú heldur blaðamaðurinn Jose Alvarez því fram að ekkert sé að Pogba, hann hafi tjáð Ole Gunnar Solskjær, stjóra United í gær, að hann vildi burt.
Vitað hefur verið í lengri tíma að Pogba vill fara en Ed Woodward, stjórnarformaður félagsins vill ekki selja hann.
,,Pogba er ekkert meiddur, hann vildi ekki ferðast, hann er ósáttur með stöðuna og vill fara til Real Madrid,“ sagði Jose.
,,Hann tjáði Solskjær þetta eftir æfingu í gær, þetta er flókið því Woodward vill ekki selja hann.“
EXCLUSIVA: #Pogba NO tiene ninguna lesión. No ha viajado por decisión propia ya que no está feliz con su situación y quiere irse al #RealMadrid. Así se lo comunicó a Solksjaer en el último entrenamiento. La salida sigue complicada ya que Woodward no cede.#mufc @elchiringuitotv pic.twitter.com/0eMNj2yKGh
— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) August 3, 2019