Lið Arsenal birti færslu á Twitter í dag þar sem óskað var samkynhneigðum stuðningsmönnum félagsins góðrar skemmtunar í dag.
Í dag fer fram Gay Pride í London en það er dagur sem við Íslendingar þekkjum vel og höfum haldið upp á í mörg ár.
Margir stuðningsmenn Arsenal urðu sér til skammar í ummælunum fyrir neðan færslu Arsenal.
,,Arsenal er fyrir alla“ stendur í færslunni á Twitter en það eru ekki allir sem taka það í sátt.
Margir hafa skrifað ljót ummæli við færsluna og hafa hreinlega orðið sér til skammar opinberlega.
,,Þetta er ástæðan fyrir því að við vinnum ekki neitt. Það er skítugt og kvikindislegt fólk hjá þessu félagi,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þið eruð alltaf að birta eitthvað sem enginn vill sjá.“
Aðrir hafa komið félaginu og samkynhneigðum til varnar en nokkur viðbjóðsleg ummæli má sjá hér fyrir neðan.
? Wishing @GayGooners and everyone else involved a brilliant #PrideInLondon today!
Wear our shirt with pride ?#ArsenalForEveryone ? pic.twitter.com/sjVTASysms
— Arsenal FC (@Arsenal) 6 July 2019