Pontus Jansson, leikmaður Leeds United, má ekki mæta á æfingar hjá félaginu þessa stundina.
Frá þessu greinir Aftonbladet í Svíþjóð en Jansson lenti í harkalegu rifrildi við Marcelo Bielsa, stjóra Leeds.
Jansson spilaði stórt hlutverk með Leeds á síðustu leiktíð en er nú frjáls ferða sinna samkvæmt fregnum.
Það er ekki fjallað um rifrildið í smáatriðum en Jansson vildi ekkert segja við Aftonbladet hvað átti sér stað.
Leeds er á leið til Ástralíu í æfingaferð þann 13. júlí og má Jansson ekki mæta til æfinga fyrr en 12. júlí. Hann fer ekki með í ferðina.
Jansson hefur undanfarið því æft í heimalandinu og er hjá sínu fyrrum félagi, Malmö FF.