fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

ÍA staðfestir kaup á Aroni: Sonur Lárusar Orra

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var Knattspyrnufélag ÍA að ganga frá samningi við varnarmanninn Aron Kristófer Lárusson. Hann gengur til liðs við ÍA frá Þór á Akureyri en hann er fæddur árið 1998. Aron hefur leikið 71 leik á sínum ferli með Þór og Völsungi og skorað í þeim átta mörk.

Aron fetar í fótspor afa síns, Sigurðar Lárussonar, sem var mjög öflugur leikmaður ÍA á sínum tíma. Sigurður var fyrirliði sigursæls liðs ÍA á níunda áratugnum þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Sonur hans og faðir Arons er svo Lárus Orri Sigurðsson, sem spilaði með Þór til fjölda ára og var atvinnumaður á sínum tíma áður en hann lauk ferli sínum formlega með ÍA árið 2010. Svo skemmtilega vill til að Aron skrifar undir samninginn á afmælisdegi afa síns, Sigurðar heitins.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari meistaraflokks karla lýsti yfir ánægju með að Aron hafi gengið til liðs við ÍA. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hann spilað marga leiki með meistaraflokki og sé hugsaður sem framtíðarleikmaður hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð