fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, hefur verið í umræðunni undanfarna daga.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football fékk Haraldur harða gagnrýni og var sagður vera allt að 30 kílóum of þungur.

Haraldur spilað vel í sigri Stjörnunnar gegn Fylki um helgina en Stjarnan hafði betur, 5-1.

Það var aðeins rætt mál Haraldar í þættinum Sóknin á 433.is í dag þar sem Stjörnumaðurinn Hrafn Norðdahl var gestur.

Hrafn var spurður út í þessa umræðu um Harald en hann segir að það sé lítið öðruvísi í dag heldur en undanfarin ár.

,,Huggulegur maður! Ég hef því miður ekki farið í sturtu með honum!“ sagði Hrafn en Haralur bauð gagnrýnendum að kíkja með sér í sturtu í viðtali við Fótbolta.net um helgina.

,,Ég segi ekki að hann sé 30 kílóum of þungur eins og einhverjir hafa verið að segja en hann er aðeins of þungur, það sést alveg.“

,,Fyrir atvinnumann eða hálf atvinnumann í íþróttum. Þetta er hörku markmaður og hann sýndi það í gær. Hann var öruggur í öllu, greip bolta, varði vel þegar þurfti á að halda. Ef hann heldur þessu áfram þá má hann alveg vera fimm kílóum of þungur mín vegna.“

,,Hann er ekkert í verra formi í dag heldur en í fyrra, þetta er bara sama formið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld