Stuðningmsenn Liverpool er í sínu besta skapi þessa dagana, stærsti knattspyrnuleikur ársins fer fram á laugardag, og þeirra lið er með.
Liverpool mætir Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardag, leikurinn fer fram í Madríd.
Stuðningsmenn Liverpool voru margir að gera sér glaðan dag í miðborg Liverpool í gær, þar var sungið og trallað.
Einn þeirra skemmti sér betur en flestir og hefur nú komið sér í fréttirnar, hann var að syngja fyrir utan íbúðina sína og vakti nágranna sína snemma morguns. ,,Klukkan 06:00 í Liverpool, klukkutíma fyrr var þessi maður byrjaður að syngja,“ er skrifað á Twitter.
,,Fólk var að opna glugga sína og segja honum að halda kjafti, þetta væri of snemmt. Klukkutíma síðar er hann að stýra allri blokkinni í söng.“
Þetta stórkostlega atriði má sjá hér að neðan en hann er að syngja um Roberto Firmino, framherja liðsins.
6am in Liverpool! An hour earlier this fella had been singing and ppl were opening windows telling him to stfu it’s early! An hour in and he is now orchestrating the whole apartment block in a sing song?? @Ad_Lavender @MolloyOliver pic.twitter.com/XqCrJPn24r
— Jambags (@jambags) May 13, 2019