fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 10:30

Björgvin er á bekknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR harmar þau ummæli sem Björgvin Stefánsson lét falla um Archange Nkumu leikmann Þróttar í gær.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ safnar nú gögnum í máli Björgvin Stefánssonar, eftir að hann lét rasísk ummæli falla í gær. Þetta staðfesti hún í samtali við 433.is. Björgvin baðst afsökunar á ummælunum skömmu eftir að þau féllu. Ákvæði eru í reglugerð KSÍ sem gera framkvæmdarstjóra, heimilt að vísa málinu til aga og úrskurðarnefndar.

,,Stjórn Knattspyrnudeildar KR harmar ummæli, sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar, er hann lýsti leik þeirra og Hauka í Inkasso deildinni. Björgvin hefur beðist afsökunar og lýst því sjálfur að hann hafi gerst sekur um hrapalegt dómgreindarleysi. Ummæli eins og um ræðir eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan fótbolta frekar en annars staðar;“ segir í yfirlýsingu KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld