Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar, sem vann PSV í gær í hollensku úrvalsdeildinni. Albert gekk í raðir AZ frá PSV síðasta sumar.
Hann birti mynd á Instagram eftir leikinn sem gerði marga stuðningsmenn PSV pirraða, hann og Adam Maher, fyrrum leikmaður PSV sátu þá saman inn í klefa eftir leik.
,,Get (the fuck) in!,“ skrifaði Albert á Instagram þar sem hann og Maher sátu og fögnuðu í klefanum.
Stuðningsmenn PSV fylgjast vel með Alberti eftir dvöl hans hjá félaginu og fóru að birta ummæli á Instagram færslu hans. ,,Mér hefur alltaf fundist þú vera góður leikmaður, Albert þú lærðir mikið hjá PSV og svo kemur þú með svona póst. Skammastu þín,“ skrifar einn.
Stuðningsmenn PSV voru reiðir, enda kemur tapið í næst síðustu umferð og liðið á varla lengur möguleika á að vinna deildina. Kraftaverk þarf í síðustu umferð.
,,Þú átt PSV það að þakka að þú eigir feril í fótbolta, hræðilegur strákur,“ skrifar annar.
,,Hommi,“ skrifaði Tijsvandewouw í málefnalegu svari við færslu Albert.