fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Sá mistök De Gea en brást öðruvísi við en aðrir

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea, markvörður Manchester United, gerði sig sekan um slæm mistök á þriðjudaginn.

De Gea fékk á sig heldur klaufalegt mark í 3-0 tapi gegn Barcelona eftir skot frá Lionel Messi.

Messi átti laust skot að marki De Gea sem missti boltann undir sig og kom Börsungum í 2-0 á Nou Camp.

Marc-Andre ter Stegen, markmaður Barcelona, neitaði að fagna þessu marki Messi eftir mistök De Gea.

,,Ég fagnaði ekki því þetta eru mistök sem ég gæti gert. Allir vita það að De Gea er einn sá besti í heiminum,“ sagði Ter Stegen eftir leikinn.

De Gea er af mörgum talinn einn allra besti markvörður heims en hefur verið í smá lægð undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Í gær

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar