fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433

Brynjar Björn framlengir við HK

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson og knattspyrnudeild HK hafa endurnýjað samning sín á milli um þjálfun meistaraflokks karla. Brynjar Björn náði mjög góðum árangri á sínu fyrsta tímabili með HK þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild með því að lenda í 2. sæti í Inkasso deildinni. HK setti jafnframt met í næst efstu deild (12 lið) með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum.

Brynjar Björn býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður og þjálfari. Hann er í hópi leikjahæstu leikmanna landsliðs okkar með 74 landsleiki eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 1997 til 2009. Auk þess hefur hann leikið vel á fimmta hundrað deildarleiki. Brynjar Björn lék meðal annars fyrir KR, Våleranga, Moss, Örgryte, Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á sínum ferli. Brynjar Björn lék í tvö ár í ensku úrvalsdeildinni með Reading og spilaði hann 43 leiki og skoraði 3 mörk. Jafnframt kom hann að þjálfun hjá úrvalsdeildarfélaginu meðan hann var enn leikmaður. Á árunum 2014 til 2017 var Brynjar Björn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og tók þar þátt í að landa Íslandsmeistaratitli.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja samning minn við HK. Félagið er á hraðri uppleið hvort heldur sem er innan vallar eða utan. Mikið er af ungum og efnilegum leikmönnum í yngri flokkum félagsins sem verður spennandi að fylgjast með og þjálfa í framtíðinni. Við munum halda áfram að byggja ofan á það sem vel var gert í fyrra meðal annars með öguðum varnarleik og kröftugum sóknarleik“, segir Brynjar Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta neitaði að staðfesta sögusagnirnar – ,,Við þurfum að sjá til“

Arteta neitaði að staðfesta sögusagnirnar – ,,Við þurfum að sjá til“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City
433Sport
Í gær

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Í gær

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Í gær

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi