fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Leigubílstjóri Arnars opnaði sig um einkalífið: Eiginkonan ekki talað við hann eftir þetta

433
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals er á ferð og flugi um Bítlaborgina, Liverpool þessa stundina. Þar er hann að gera vel við sig.

Líklegt er að hann verði mættur á leik Liverpool og Porto sem fram fer í kvöld, á Anfield Road.

Arnar nýtti sér þjónustu Uber í dag og þar átti hann spjall við bílstjórann sem er í vandræði með eiginkonu sína.

,,Uberinn okkar í Liverpool var rétt í þessu að segja okkur að í gær hafi hann sagt við konuna sína ef Liverpool á séns á að vinna titil í síðasta leiknum þá sé ekki fræðilegur möguleiki að hann mæti í brúðkaupið sem þeim er boðið í þann dag,“ skrifar Arnar á Twitter.

Liverpool leikur síðasta leikin í ensku úrvalsdeildinni þann 12 maí, þar mætir liðið Wolves. Liverpool er að berjast við Manchester City um sigur í deildinni, liðið situr nú á toppnum með tveggja stiga forystu, en hefur leikið einum leik meira. Sama dag er þeim hjónum boðið í brúðkaup.

Bílstjórinn var harður á því að hann myndi ekki mæta í brúðkaupið en eiginkona hans tók mjög illa í það. ,,Við höfum ekki talað saman síðan, það er heilagur sannleikur.“

Liverpool getur orðið enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár, það er stór merkilegt fyrir alla tengda félaginu.

,,Ég hef beðið eftir þessu alla mína ævi, það er ekki séns í helvíti að ég horfi á leikinn í símanum. Ég er búinn að segja henni að ég fari ekki, að fór allt til fjandans. Þetta er einfallt, ég fer ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki