James Maddison, leikmaður Leicester City, skoraði í 2-1 sigri liðsins á Burnley í dag.
Maddison fór út treyjunni eftir að hafa skorað markið en hann klæddist bol innan undir og vildi koma skilaboðum á framfæri.
,,Hvíldu í friði Sophie. Ég elska þig,“ stóð á bol Maddison en hann minntist þar Sophie Taylor sem lést á dögunum eftir baráttu við krabbamein.
Sophie var aðeins fimm ára gömul en Maddison kynntist henni er hann var á mála hjá Norwich.
Michael Oliver, dómari leik dagsins, gaf Maddison gult spjald, eitthvað sem stuðningsmenn tóku illa í.
Maddison kom þó Oliver til varnar og segir að hann hafi alls ekki notið þess að gefa sér gult spjald.
,,Varðandi tístin um Michael Oliver, hann er bara að sinna sínu starfi og var ekki með annað val,“ sagði Maddison.
,,Hann naut þess ekki að sýna mér gula spjaldið og vottaði sína virðingu vegna andláts Sophie.“
Also, regarding tweets about Michael Oliver, he’s just doing his job and didn’t have a choice. He didn’t enjoy showing me a yellow and shared his condolences about the passing of Sophie which I thought was very respectful??
— James Maddison (@Madders10) 16 March 2019