fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Ljósmyndarar biðu í röðum eftir Ásdísi Rán: Svona nýtti hún sér það

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. mars 2019 11:10

Ásdís Rán og Garðar skildu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Eins og flestir vita var Garðar giftur fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og bjuggu þau saman í Búlgaríu. Þau skildu árið 2012.

Ásdís varð fræg þar í landi áður en þau höfðu lent á flugvellinum. Æsifréttamennskan í Búlgaríu er gríðarleg.

Garðar skrifaði undir samning við CSKA Sofia árið 2008 en það var Ásdís sem fékk mestu athyglina er þau komu til landsins í fyrsta sinn.

,,Það er svolítil æsifréttamennska þarna í Búlgaríu. Þetta er eiginlega mini Hollywood,“ sagði Garðar.

,,Það er rosalega mikið af æsifréttablöðum og glanstímaritum. Þeir gúggluðu mig þegar ég var að koma í klúbbinn og hafa væntanlega séð myndir af mér og Ásdísi.“

,,Hún er ljóshærð og eins og hún er bara. Allar konur í Búlgaríu eru mjög dökkar, með svart hár og allt þetta.“

,,Ljóshært fyrir þeim er bara geggjað sko. Hún einhvern veginn varð fræg áður en hún kom þangað.“

Ásdís fangaði alla athyglina eftir komuna til Búlgaríu og var hún ítrekað mynduð á flugvellinum eftir lendingu.

Ásdís nýtti sér síðar þessa frægð og stofnaði á meðal annars fyrirtækið Ice Queen og var með verslun í Búlgaríu.

,,Þegar hún kemur í fyrsta skiptið þá bíða bara eftir henni papparazzis á flugvellinum sem var mjög fyndið.“

,,Eins klár og hún er í viðskiptum þá nýtti hún sér það og kom sér á forsíður í öllum glanstímaritunum þarna.“

,,Þetta er rosalega mikið eins og í Bretlandi. Þau voru með svona þætti um ‘WAGS’  eða ‘wives of footballers’. Við vorum í einhverjum svoleiðis þætti þar sem henni var fylgt á eftir.“

,,Ég kom við í einhverjum af þessum þáttum en það var aðallega verið að fjalla um hana og hennar líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum
433Sport
Í gær

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið