Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, var fúll í gær er hans menn gerðu markalaust jafntefli við Everton.
Klopp ræddi við Sky Sports eftir leikinn og kvartaði þá yfir vindinum sem var á Goodison Park.
Klopp sagði að vindurinn hafi komið úr öllum áttum og að það hafi haft slæm áhrif á spilamennskuna.
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Klopp kvartar yfir veðrinu eða ástandi vallarins sem spilað er á.
Einnig hefur Klopp kvartað yfir mjög þurrum völlum þar sem erfitt er að spila góðan fótbolta.
Hér má heyra brot af því besta frá Klopp.
? Sore throats
? Dry pitches
? Windy daysJurgen Klopp could moan about ANYTHING pic.twitter.com/zDcUTd8hs8
— Dream Team (@dreamteamfc) 4 March 2019