Það var boðið upp á fjörugan leik á Goodison Park í gær þegar Liverpool heimsótti Everton og var ekkert gefið eftir í skemmtilegum grannaslag.
Bæði lið fengu færi til að skora í gær og þá sérstaklega Mohamed Salah sem var ekki heitur fyrir framan markið. Því miður fyrir áhorfendur komu mörkin ekki en það vantaði þó alls ekki færin.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir heimamenn í Everton og stóð sig vel á miðjunni.
Það eru kannski ekki nein tíðindi að Salah sé ekki heitur í storu leikjunum en þeir hafa reynst honum erfiðir á þessu tímabili. Þannig hefur Salah aðeins komið að fjórum mörkum í leikjum sem má kalla stóra á tímabilinu.
Salah er sjóð heitur gegn minni spámönnum en gengi hans gegn stóru strákunum er ekki gott eins og töfræðin segir okkur hér að neðan.
Mörk og stoðsendingar Salah í stóru leikjunum:
0 vs Tottenham
0 vs PSG
0 vs Chelsea
0 vs Chelsea
0 vs Napoli
0 vs Man City
0 vs Arsenal
0 vs PSG
0 vs Everton
1 vs Napoli
0 vs Man Utd
2 vs Arsenal
0 vs Man City
0 vs Bayern Munich
0 vs Man Utd
0 vs Everton