Þór 1-2 Stjarnan
1-0 Ignacio Gil Echevarria(110′)
1-1 Guðjón Baldvinsson(116′)
1-2 Sölvi Snær Fodilsson(118′)
Stjarnan er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á Þór á Akureyri í kvöld.
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í venjulegum leiktíma en engin mörk voru skoruð.
Ballið byrjaði á 110. mínútu leiksins er Ignacio Gil Echevarria skoraði fyrir heimamenn í Þór.
Stjarnan jafnaði svo metin á 116. mínútu leiksins er Guðjón Baldvinsson skoraði eftir hornspyrnu.
Hinn ungi Sölvi Snær Fodilsson tryggði Stjörnunni svo sigur tveimur mínútum síðar og farseðilinn í næstu umferð.