fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Tvö aukaspyrnumörk tryggðu Chelsea stig – Jón Guðni og Arnór í 32-liða úrslit

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 19:51

Emerson Palmieri í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á hörkuleik í Ungverjalandi í kvöld er lið MOL Vidi tók á móti Chelsea í Evrópudeildinni.

Vidi átti möguleika á að komast í 32-liða úrslit með sigri en þurfti að treysta á að PAOK myndi sigra BATE Borisov.

Leikmenn Vidi gáfu sig alla í verkefnið í kvöld í leik sem lauk með 2-2 jafntefli. Bæði mörk Chelsea komu beint úr aukaspyrnu.

Sigur hefði þó ekki hjálpað Vidi þar sem BATE vann PAOK með þremur mörkum gegn einu á útivelli.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á leið í 32-liða úrslit eftir frábæran sigur á Besiktas.

Malmö vann leikinn 1-0 í Tyrklandi og spilaði Arnór 75 mínútur. Ricardo Quaresma fékk beint rautt spjald hjá Besiktas á 65. mínútu leiksins.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru þá einnig á leið í næstu umferð þrátt fyrir 3-0 tap gegn Sevilla.

Standard Liege mistókst að leggja lið Akhisarspor á sama tíma og endar Krasnodar í öðru sæti riðilsins.

MOL Vidi 2-2 Chelsea
0-1 Willian(30′)
1-1 Ethan Ampadu(sjálfsmark, 32′)
2-1 Loic Nego(57′)
2-2 Olivier Giroud(75)

Besiktas 0-1 Malmö
0-1 Marcus Antonsson(51′)

Sevilla 3-0 Krasnodar
1-0 Wissam Ben Yedder(5′)
2-0 Wissam Ben Yedder(10′)
3-0 Ever Banega(víti, 49′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433
Fyrir 14 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Chelsea gerði Aston Villa greiða í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Enska úrvalsdeildin: Chelsea gerði Aston Villa greiða í baráttunni um Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi