fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Viðbjóður í netheimum eftir harmleikinn í Leicester – ,,Á Glazer fjölskyldan þyrlu?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. október 2018 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester staðfesti í gærkvöldi að eigandi félagsins, Taílendingurinn Vichai Srivaddhanaprabha, hefði látist í þyrluslysinu fyrir utan leikvang félagsins síðdegis á laugardag. Alls létust fimm í slysinu og hafa breskir fjölmiðlar nú birt nöfn þeirra.

Slysið varð skömmu eftir að leik Leicester og West Ham lauk á laugardag.

Auk Vichai létust í slysinu flugmenn vélarinnar, Eric Swaffer og kærasta hans, Izabela Roza Lechowicz. Eric þessi var reynslumikill þyrluflugmaður og hafði meðal annars starfað fyrir bresku konungsfjölskylduna, að því er Mail Online segir frá. Hann hafði um tuttugu ára reynslu. Eric hefur verið hampað sem hetju eftir slysið. Hann virðist hafa náð að beina þyrlunni frá mannfjölda sem var á jörðu niðri þegar hún skall niður. Er ljóst að mun verr hefði getað farið.

Izabela fæddist í Póllandi en flutti til Bretlands árið 1997 til að leggja stund á enskunám. Þar kynntist hún Eric og lærði síðar flug.

Þá létust í slysinu Nursara Suknamai, fegurðardrottning frá Taílandi sem starfaði sem aðstoðarkona Vichai. Annar úr teymi eigandans, Kaveporn Punpare, lést einnig í slysinu en hann var einn af aðstoðarmönnum hans.

Stærstur hluti fólks er harmi sleginn eftir þennan harmleik í Leicester en nokkrir einstaklingar hafa hins vegar farið um netheima með ljót skilaboð og óskað þess að eigendur annara félaga hefðu látist.

Þanngig hafa nokkrir stuðningsmenn Manchester United óskað þess að Glazer fjölskyldan ætti þyrlu. Sömu sögu er að segja af stuðningsmönnum Newcastle sem hafa farið ófögrum orðum um Mike Ashley.

Þá hafa nokkrir stuðningsmenn Arsenal talað um Stan Kroenke, stærsta eiganda félagsins. Skilaboð þessa fólks eru hér að neðan en þau eru þeim sjálfum til minkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir