fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433

Pogba ekki tapað deildarleik í 435 daga – 2,2 stig í leik

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. janúar 2018 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er komið aftur á sigurbraut en liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hafði gert þrjú jafntefli í röð þegar liðið fór í heimsókn á Goodison Park.

Eftir daufan fyrri hálfleik var United öflugt í upphafi fyrri hálfleiks og það endaði með marki. Paul Pogba lagði boltann út á Anthony Martial sem smurði knöttinn í netið.

Jesse Lingard smellti svo í draumamark á 81 mínútu leiksins þegar hann hamraði knöttinn í netið.

Pogba var öflugur í leiknum en 435 dagar eru síðan hann tapaði leik í ensku úrvalsdeildinni. United hefur þó tapað fimm leikjum á þeim tíma en Pogba hefur þá verið meiddur eða í banni.

United hefur náð í 76 stig í þessum leikjum eða 2,2 stig að meðaltali í leik.

Pogba var síðast í tapliði með United í deildinni í lok október árið 2016 gegn Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði