Sölvi Geir Ottesen, leikmaður Víkings, gat sætt sig við stig í kvöld í 3-3 jafntefli við Stjörnuna þar sem Víkingar jöfnuðu metin í uppbótartíma.
,,Við erum undir á lokamínútunum og getum verið sáttir með að jafna í lokin en miðað við spilamennskuna og svona þá held ég að við hefðum getað unnið þetta,“ sagði Sölvi.
,,Helmingurinn af þessum vítum var algjör vitleysa en svona er þetta bara, fjögur víti og nóg að gerast í leiknum.“
,,Við höfum sýnt sterkan varnarleik í byrjun móts og þeir voru ekki að skapa neitt mikið í leiknum að mig minnir en þetta eru tvö víti, varnarleikurinn hefur verið fínn.“