fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 3 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
4 sæti – Stjarnan
5 sæti – Breiðablik
6 sæti – KA
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

KR – 3. sæti
Rúnar Kristinsson er mættur heim í Vesturbæinn og við það verða kröfurnar þar á bæ talsvert meiri en síðustu sumur. Rúnar vann magnað starf í Vesturbænum áður en hann hélt út fyrir rúmum þremur árum. Rúnar starfaði í Noregi og Belgíu en er nú mættur heim, hann þarf að byggja upp nýtt KR-lið að miklu leyti. Nokkrir sterkir bitar hafa yfirgefið KR í vetur en þar mun mest muna um Tobias Thomsen, hann gekk í raðir Vals. KR náði í Kristin Jónsson sem mun styrkja varnar- og sóknarleik liðsins og þá hefur liðið fengið tvo erlenda leikmenn. Pablo Punyed gekk í raðir KR frá ÍBV en þar var hann í tvö ár án þess að sýna sínar bestu hliðar. Það gæti reynst erfitt fyrir KR að berjast um titilinn í ár en ef Rúnari tekst snemma að skrúfa liðið saman er allt hægt.

Lykilmaður – Óskar Örn Hauksson
X-faktor – Kennie Chopart
Þjálfari – Rúnar Kristinsson

Komn­ir:
Al­bert Wat­son
Djor­dje Panic
Björg­vin Stef­áns­son
Kristinn Jónsson
Pablo Punyed
Atli Sig­ur­jóns­son

Farn­ir:
Michael Præst
Robert Sand­nes
Stefán Logi Magnús­son
Tobi­as Thomsen
Guðmund­ur Andri Tryggva­son
Indriði Sigurðsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Í gær

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?