fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 5 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 15:00

Finnur í leik með KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
6 sæti – KA
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

Breiðablik – 5. sæti
Ágúst Gylfason er mættur í brúna í Kópavogi og það koma ferskir vindar með honum. Blikar hafa virkað ferskir í vetur og koma Olivers Sigurjónssonar á dögunum getur komið liðinu í baráttu um Evrópusæti. Tímabilið í fyrra var vonbrigði fyrir Breiðablik þar sem Arnar Grétarsson hóf tímabilið sem þjálfari en var rekinn í upphafi móts og Milos Milojevic tók við starfinu, honum tókst ekki að breyta því sem stjórn Breiðabliks taldi að þyrfti að breyta. Ágúst Gylfason hefur ekki breytt hryggjarsúlunni í liði Blika mikið en Jon­ath­an Hendrickx verður hægri bakvörður liðsins en sú staða var til vandræða í Kópavogi í fyrrasumar.

Lykilmaður – Gísli Eyjólfsson
X-faktor – Sveinn Aron Guðjohnsen
Þjálfari – Ágúst Gylfason

Komn­ir:
Jon­ath­an Hendrickx
Arn­ór Gauti Ragn­ars­son
Guðmund­ur Böðvar Guðjóns­son
Oliver Sigurjónsson (Láni)

Farn­ir:
Páll Ol­geir Þor­steins­son
Þórður Steinar Hreiðarsson
Hlynur Örn Hlöðversson (Láni)
Guðmundur Friðriksson
Sólon Breki Leifsson
Ernir Bjarnason
Kristinn Jónsson
Martin Lund Pedersen
Dino Dol­magic

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Í gær

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“