fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433

N1 og KSÍ endurnýja samstarfssamning sinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarfssamning sinn sem fyrst var undirritaður árið 2014 og gildir endurnýjunin til þriggja ára. Um er að ræða stærsta samstarfssamning N1 en hann felur í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ.

„Við erum mjög ánægð með að endurnýja samstarfsamning okkar við N1. Þetta hefur verið mjög farsælt og kraftmikið samstarf og N1 hefur tekið virkan þátt með okkur í uppbyggingarstarfi íslenskrar knattspyrnu, meðal annars með því að fylkja sér á bak við Hæfileikamótun KSÍ. Við sjáum fram á spennandi tíma á komandi árum og ætlum okkur að efla samstarfið enn frekar til heilla fyrir íslenskan fótbolta,” segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Samningur okkar við KSÍ snertir grunngildi N1 þar sem áhersla okkar í þessu samstarfi hefur ætíð verið á grasrótina þar sem Hæfileikamótun er í aðalhlutverki. Að geta aukið áhuga yngri iðkenda af báðum kynjum og hjálpa til við uppbyggingu knattspyrnu um land allt er okkur mikið kappsmál og samstarfið við KSÍ er lykilatriði þar. Við viljum byggja til framtíðar og við viljum aðstoða við að finna landsliðsmenn – og konur komandi kynslóða,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.

Hæfileikamótun elur einmitt í sér að knattspyrnulið um land allt fá heimsóknir frá þjálfurum KSÍ og meta þeir getu leikmanna á aldrinum 13 – 14 ára og fylgjast vel með efnilegum leikmönnum hvar sem þá er að finna á landinu.

Það voru þeir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1 og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem undirrituðu samstarfssamninginn meðan á úrtaksæfingu fyrir U17 stóð yfir í Kórnum í Kópavogi, en meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina