fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Morðinginn í rúminu

Afbrýðisemin tók völdin af Attila Ban – Faldi sig undir líki í tvo sólarhringa

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelstarfsmaðurinn Attila Ban, þá 37 ára, stakk tvo kollega sína til bana í afbrýðisemiskasti og tókst að forðast verði laganna í tvo sólarhringa í kjölfarið.

Morðæðið rann á Attila 10. ágúst 2011, en þegar þar var komið sögu hafði hann tekið þátt í kynlífs- og dóporgíu með kollegum sínum, Alice Adams og Tibor Vass, sem bæði voru um tvítugt, og hafði gleðskapurinn staðið yfir í hátt í sólarhring í starfsmannaíbúð Radisson-hótels í Lundúnum.

Attila stakk Alice og Tibor alls 24 sinnum. Að því loknu reif hann fötin utan af líki Tibors og stillti því upp nöktu á tvöföldum dívan.

Alice fékk ekki jafn virðingarverða meðferð. Lík hennar lá eins og tuskudúkka á stofugólfinu og hafði púða verið fleygt yfir höfuð hennar. Hún hafði verið stungin 22 sinnum.

„Ég vil vakna upp af þessari martröð“

Að þessu loknu tók Attila saman ýmislegt sem nýst gæti til að komast af í óbyggðum – frumstætt mjög. Á meðal þess var vatnsflaska og farsími og hnífur. Síðan lagðist hann í rúmfatakistu dívansins og gat fylgst með því sem fram fór í gegnum gat sem hann hafði gert með hnífnum.

„Ég vil vakna upp af þessari martröð.“

Í tvo sólarhringa faldi hann sig með þessum hætti og uppfærði meira að segja Facebook-status sinn skömmu eftir blóðbaðið: „Ég vil vakna upp af þessari martröð.“

Í gegnum gatið fylgdist Attila með lögreglunni safna saman sýnum og vísbendingum öðrum, en ákvað þó á endanum að gefa sig fram. Lögreglan kom að honum þar sem hann lá á grúfu, alblóðugur í öðru rúmi í íbúðinni.

Attila lét í það skína að hann hefði misst minnið og gaf í skyn að hann gæti aðeins tjáð sig á táknmáli.

Starfsmaður ársins

Attila og fórnarlömbin unnu öll á Radisson Blu Edwardian-hótelinu við Heathrow-flugvöll í vesturhluta Lundúna.

Attila var vinnuþjarkur mikill og hafði unnið í gestamóttöku annarra hótela, meðal annars í Bandaríkjunum. Hálfu ári fyrr hafði Attila verið útnefndur Starfsmaður ársins á Radisson-hótelinu við Heathrow-flugvöll.

Attila, opinberlega samkynhneigður, féll fyrir Tibor, sem líkt og Attila átti rætur að rekja til Ungverjalands. Tibor hafði hafið störf á hótelinu í ágúst 2010, en hafði upphaflega flutt til Bretlands eftir að hann fékk ekki inngöngu í háskóla í heimalandinu.

Afbrýðisemi Attila var slík að samskipti Tibors við konur voru eitur í hans beinum og lét hann Tibor oft heyra það. Hann fékk það í gegn að honum var úthlutuð starfsmannaíbúð Radisson og tókst með harðfylgi að telja Tibor á að flytja þar inn.

En þegar Tibor fékk þau tíðindi frá Ungverjalandi að hann hefði fengið inngöngu í háskóla féllust Attila hendur og afbrýðisemin heltók hann.

Tímabundið starf

Alice Adams var frá Iver Heath í Buckingham-skíri og hafði mikinn áhuga á tónlist og fleiri listformum. Hún vann í gestamóttöku hótelsins eingöngu til að hjálpa móður sinni sem glímdi við fjárhagsörðugleika.

Hún var, innan örfárra daga, á leið í frí sem hún hafði hlakkað mikið til – til Hawaii til að vera viðstödd brúðkaup frænku sinnar. Það varð aldrei úr þeirri för því hún samþykkti að taka þátt í partíi með Attila, Tibor og fleiri starfsmönnum hótelsins.

Í partíinu tók fólkið til óspilltra málanna og sparaði hvorki lyf né áfengi, en innan tíðar voru einungis Attile, Tibor og Alice eftir.

Skiptust mennirnir á að hafa mök við Alice og er talið að það hafi orðið Attila um megn þegar það rann upp fyrir honum að Tibor myndi ávallt taka kynlíf með konum fram yfir kynlíf með karlmönnum – og þá ekki síst kynlíf með honum sjálfum.

Sagðist ekkert muna

Attila hélt því fram að hann myndi ekkert eftir morðunum. „Ég viðurkenni að ég myrti þau. Ég bara man ekki hvað gerðist,“ sagði hann. Einnig fullyrti hann að hann hefði reynt af svipta sig lífi í kjölfar morðanna en það hafi ekki tekist.

Við réttarhöldin reyndi Attila að sýnast geðveikur með það fyrir augum að verða úrskurðaður sakhæfur, en hafði ekki erindi sem erfiði.

Hann fékk lífstíðardóm og má fyrst sækja um reynslulausn eftir 26 ára afplánun. Dómarinn í málinu, Gerald Gordon, var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði Attila og sagði hann þjást af ofsóknaræði samhliða því að vera hégómlegur og hann hefði myrt tvær saklausar manneskjur.

„Þú segist – þá og nú – ekki muna,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það kann vel að vera satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar