Kristinn kominn í Samfylkinguna

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins, er kominn í Samfylkinguna. Kristinn sagði við DV að hann hafi fengið fjölda áskorana um að fara í framboð og sé kominn aftur með brennandi áhuga á stjórnmálum.

Kristinn, sem sat á þingi frá 1991 til 2009, er annálaður Vestfirðingur og ef hann ætlar á þing þarf hann því að velta Guðjóni Brjánssyni úr oddvitasæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Getur það reynst þrautin þyngri fyrir nýliða í flokki en það er aldrei að vita þegar reynslubolti er á ferðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.