Allir sammála

Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson

Nú er runnin upp gósentíð fyrir hina ýmsu þrýstihópa því aldrei lofa stjórnmálamenn eins miklu og rétt fyrir kosningar. Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda stóðu nýlega fyrir fundi með frambjóðendum í Safnahúsinu. Ekki kemur á óvart að þar voru frambjóðendur allir sammála um að það væri forgangsmál að afnema virðisaukaskatt af bókum. Reyndar var það Lilja Alfreðsdóttir sem fyrir nokkru tók málið upp á sína arma og hlaut mikið lof fyrir. Nú er að sjá hvort þeir stjórnmálamenn sem komast í ríkisstjórn muni eftir þeim loforðum sem þeir gáfu svo nýlega í Safnahúsinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.