Valhöll skelfur

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það er óhætt að segja að Valhöll leiki á reiðiskjálfi þessa dagana. Bjarni Benediktsson á ekki sjö dagana sæla eftir að hvert málið á fætur öðru hefur verið dregið upp af fjölmiðlum og skaðað bæði hann og flokkinn.

Bjarni hefur löngum gengið undir nafninu Teflon-Bjarni, með vísan til þess að fátt bíti á hann og hann hrindi öllum atlögum af sér.

Þær hafa verið margar í gegnum tíðina en nú er svo komið að fylgið er farið að mælast undir 20 prósentum þegar aðeins rúm vika er í kosningar.

Hér er ekki bara framtíð Sjálfstæðisflokksins undir, heldur líka formennska Bjarna.

Harkan í kosningabaráttunni mun bara aukast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.