fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Matur

Lögreglumenn í harðri deilu um pítsu: „Handtakið hana!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 11:00

Netdeilur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Chicago skjóta föstum skotum á New York-búa í nýlegri Twitter-færslu. Í henni spyrja lögreglumennirnir hvernig Bandaríkjamenn ætli að fagna pítsudeginum sem er á laugardag vestan hafs.

Lögreglumennirnir birta myndir af tveimur pítsum, annars vegar pítsu í Chicago-anda sem er ansi þykk og síðan pítsu með þunnum botni.

„Báðir kostir eru betri en pítsasneið í New York,“ skrifa þeir svo.

Lögreglumenn í New York voru ekki lengi að svara þessu með öðru hörðu skoti.

„Við þekkjum pítsusneiðina til hægri en hvað er þetta til vinstri? Er pasta í því?“ spyrja lögreglumennirnir.

Viðbrögð tístara láta ekki á sér standa og virðast flestir vera sammála um að Chicago-pítsa sé ansi furðuleg.

„Chicago „pítsa“ er ekkert lík pítsu (sérstaklega pítsu í New York). Þetta er frekar eins og eplabaka með ítölskum hráefnum,“ tístir einn.

„ÞETTA ER EKKI PÍTSA. Það þýðir ekki að Chicago-baka sé slæm en hún er ekki PÍTSA! Þetta er kássa með tómötum og osti fjandinn hafi það,“ tístir annar.

Einn netverji leikur sér að orðum þar sem rifrildið er á milli lögreglumanna.

„Þetta er glæpur gegn pítsu! Handtakið hana!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar