fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Piers Morgan segist vera „fórnarlamb“ grænkera: Sakar skyndibitastaði um einelti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 5. janúar 2019 12:24

Piers er skoðanaglaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlarmaðurinn Piers Morgan hefur aldrei setið á skoðunum sínum er varðar grænkerafæði, eða svokallaðan vegan lífsstíl. Honum þótti nóg um þegar að breska veitingastaðakeðjan Gregg’s setti vegan pylsurúllu á matseðil sinn – rúllu sem seldist upp samdægurs.

„Enginn var að bíða eftir andskotans vegan pylsu, pólitískt réttrúnaðarsýktu trúðar,“ skrifaði Piers á Twitter til að kvarta undan þessar nýbreytni hjá Gregg’s. Þetta tíst leiddi hins vegar af sér Twitter-bylgju.

Forsvarsmaður Gregg’s svaraði honum nefnilega í tísti og sagðist hafa búist við því að hann myndi kvarta undan rúllunni. Þá tóku aðrar skyndibitakeðjur boltann og ákváðu að gera grín í Piers.

„Eins og vinir okkar á pylsurúllu staðnum þá bjuggumst við við þér. Ekki hafa áhyggjur Piers, þú getur enn þá fengið nagga í barnaboxinu!· tísti McDonald’s og stuttu síðar kom tíst frá Pizza Hut.

„Hér er mynd af nýju vegan pítsunni okkar. Allir að tagga Piers Morgan í færslunni til að eyðileggja daginn hans,“ tísti forsvarsmaður fyrirtækisins og fór það tíst sérstaklega í taugarnar á fjölmiðlamanninum.

„Þetta er fyrirtækjaeinelti sem er sérstaklega hannað til skemma geðheilsu mína. Ég er núna fórnarlamb grænkera,“ tísti Piers, en rúmlega tuttugu þúsund manns kunnu að meta tístið frá PIzza Hut.

TGI Fridays í Bretland skarst seint í leikinn með vegan borgarann sinn.

„Afsakið að við erum sein í partíið (jólaþynnkan!) en við verðum tilbúin á mánudaginn. Piers Morgan, við erum búin að panta borð fyrir þig.“

Við þessu hafði Piers að sjálfsögðu svar:

„Takk, en ég myndi frekar vilja vera fastur á eyðieyju í næstu fimmtíu árin með Madonnu, Chrissy Teigen og Kardashian-klaninu.“

Síðan þá hafa grænkerar barist um að gera lítið úr Piers á Twitter, eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“