fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Sjálflærði bakarinn sem býr til fallegustu bökur í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 17:00

Lauren er ofboðslega flink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lauren Ko er konan á bak við hinn gríðarlega vinsæla Instagram-reikning Lokokitchen, en margir eru á því að hún búi til fallegustu bökur í heiminum.

https://www.instagram.com/p/BrBIqftAuFb/

Lauren er 31 árs og býr í Seattle í Bandaríkjunum, en bökurnar hennar hafa meðal annars vakið athygli kanóna í fjölmiðlabransanum eins og Mörthu Stewart og Opruh. Þessi mikla athygli gerði það að verkum að Lauren gat hætt í vinnunni sinni og einbeitt sér að bökunarástríðu sinni.

https://www.instagram.com/p/BpkNDTFgFoA/

Áður en bökurnar slógu í gegn vann Lauren 56 tíma á viku á skrifstofu og hafði ekki tíma til að baka eða þróa nýjar hugmyndir. Hún hætti í vinnunni í fyrra og einbeitir sér nú að því að hanna nýjar bökur og heldur einnig námskeið og vinnustofur í Seattle og Portland.

https://www.instagram.com/p/BkfxGs_Fb4v/

Margar af bökunum hennar líta ekki einu sinni út eins og bökur heldur frekar eins og hversdagslegir hlutir. Lauren sækir einmitt innblástur í hvað sem er, hvort sem það eru baðherbergisgólf eða handtöskur.

https://www.instagram.com/p/Bb5AHBlHegE/

Hún bakaði sína fyrstu böku árið 2016 og vildi prófa eitthvað alveg nýtt í þeim efnum, sem heppnaðist svona líka vel. Hún opnaði Instagram-síðu í ágúst árið 2017 en fyrsta færslan hennar fékk sex hundruð læk. Nokkrum vikum síðar voru fylgjendur komnir upp í fjögur þúsund og nú eru þeir komnir yfir 250 þúsund.

https://www.instagram.com/p/Bhw1JergVvl/

Bökurnar hafa sannarlega breytt lífi Lauren en hún vinnur nú að sinni fyrstu matreiðslubók.

https://www.instagram.com/p/BmJVBHTgRqy/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“