Jólunum fylgir bakstur og nóg af sætmeti. Það varð hins vegar uppi fótur og fit í aðdraganda jóla í ár þegar að vinsælt bakstursmeti olli áhugabökurum miklum vonbrigðum, svo vægt sé til orða tekið.
Þetta byrjaði allt sem saklaus færsla í Facebook-hópnum The Wedding Cookie Table þar sem einn notandi birti mynd af hinum vinsælu kossum frá Hershey‘s. Toppinn vantaði á alla kossana í pokanum sem notandinn keypti og fannst honum það afar miður.
„Eru kossarnir í ár svona hjá ykkur líka?“ skrifaði notandinn og fljótt kom í ljós að flestir höfðu lent í því sama. Svo virtist sem flestir kossar frá Hershey‘s væru án toppsins.
„Þetta er brjálæði! Það eru miklu fleiri brotnir kossar en heilir! Óásættanlegt Hershey‘s!“ skrifar einn notandi hópsins og annar bætir við að hann hafi keypt nokkra poka af kossum og ekki einn einasti í lagi.
Svona stórt hneyksli í bakstursheiminum var ekki aðeins bundið við einn Facebook-hóp og stuttu síðar fór þessi hneykslisalda um Twitter-samfélagið.
@Hersheys why are all my Hershey kisses tips broken off? My cookies look like someone bit the top off, it was every single one of them. Someone didn’t do such a great job on the QC department. pic.twitter.com/eXQTKpcg8W
— Alda Luzes (@aldaluzes) December 21, 2018
Seriously @Hersheys, what’s up with this? pic.twitter.com/iW4pfccLEn
— Pat Shaffer (@PatShafferWV) December 16, 2018
I thought I just got a bad bag of @Hersheys Kisses with all the tips broken until I just saw a news story on it apparently there is an uproar amongst bakers all over the country pic.twitter.com/RKYwXS8i8o
— Robyn Pruitt (@robyn_pruitt) December 25, 2018
I ate an entire bag of @Hersheys kisses today and ALL OF THEM had the tips broken off I’ve never been so distraught in my life pls help save lives and RT this atrocity. pic.twitter.com/uMfH8kt4S5
— Adam Heerey (@AdamHeerey) November 29, 2018
Fólk varð svo brjálað að forsvarsmenn Hershey‘s sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu vegna málsins.
„Við búum til meira en sjötíu milljónir kossa á dag og við viljum að allir líta eins vel út og þeir bragðast. Þetta sérstæða og keilulaga form er ástæðan fyrir því að fjölskyldur hafa elskað kossa frá kynslóð til kynslóðar. Við mótum toppinn í okkar klassísku mjólkursúkkulaði kossa og kossa með dökku súkkulaði til að búa til þetta sérstæða útlit. Það hafa alltaf verið einhver tilbrigði í þessu ferli en nú vinnum við að því að bæta útlitið þar sem það er aðdáendum okkar mikilvægt,“ stendur í tilkynningunni.