fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Uppnám og reiði meðal bakara: „Ég hef aldrei verið svona miður mín á ævinni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 17:30

Mikil vonbrigði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólunum fylgir bakstur og nóg af sætmeti. Það varð hins vegar uppi fótur og fit í aðdraganda jóla í ár þegar að vinsælt bakstursmeti olli áhugabökurum miklum vonbrigðum, svo vægt sé til orða tekið.

Þetta byrjaði allt sem saklaus færsla í Facebook-hópnum The Wedding Cookie Table þar sem einn notandi birti mynd af hinum vinsælu kossum frá Hershey‘s. Toppinn vantaði á alla kossana í pokanum sem notandinn keypti og fannst honum það afar miður.

„Eru kossarnir í ár svona hjá ykkur líka?“ skrifaði notandinn og fljótt kom í ljós að flestir höfðu lent í því sama. Svo virtist sem flestir kossar frá Hershey‘s væru án toppsins.

„Þetta er brjálæði! Það eru miklu fleiri brotnir kossar en heilir! Óásættanlegt Hershey‘s!“ skrifar einn notandi hópsins og annar bætir við að hann hafi keypt nokkra poka af kossum og ekki einn einasti í lagi.

Svona stórt hneyksli í bakstursheiminum var ekki aðeins bundið við einn Facebook-hóp og stuttu síðar fór þessi hneykslisalda um Twitter-samfélagið.

Þessi til dæmis hélt því fram að eitthvað væri að í framleiðslulínu Hershey‘s:

Og þessi merkti Hershey‘s í færslu til að fá einhver svör:

Þessi skildi ekki neitt í neinu fyrr en hún sá fréttirnar:

Og þessi tístari var algjörlega miður sín. Hafði í raun aldrei verið jafn miður sín á ævinni:

Fólk varð svo brjálað að forsvarsmenn Hershey‘s sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu vegna málsins.

„Við búum til meira en sjötíu milljónir kossa á dag og við viljum að allir líta eins vel út og þeir bragðast. Þetta sérstæða og keilulaga form er ástæðan fyrir því að fjölskyldur hafa elskað kossa frá kynslóð til kynslóðar. Við mótum toppinn í okkar klassísku mjólkursúkkulaði kossa og kossa með dökku súkkulaði til að búa til þetta sérstæða útlit. Það hafa alltaf verið einhver tilbrigði í þessu ferli en nú vinnum við að því að bæta útlitið þar sem það er aðdáendum okkar mikilvægt,“ stendur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“