Skoska söngkonan Judy Brown heldur mjög fast í eina jólahefði – að leggja gildru fyrir föður sinn með misjöfnum árangri. Judy fann upp á góðum hrekk fyrir tveimur árum með það að markmiði að fá föður sinn til að borða rósakál. Hún ákvað að pakka rósakálinu inn í umbúðir konfekts sem faðir hennar elskar út að lífinu, súkkulaði- og heslihnetukúlanna Ferrero Rocher.
Some of you out there may recall that in 2016 I played an excellent Christmas prank on my long-suffering Dad. It worked a treat. pic.twitter.com/srfaVgLF2J
— Judy Brown (@mcjude) December 25, 2018
Hrekkurinn tókst vel en pabbi hennar borðaði ekki eitt einasta rósakál þar sem augljóst var hvað var í umbúðunum þegar hann var búinn að taka utan af kúlunum.
Judy ákvað að sleppa hrekknum í fyrra, þar sem faðir hennar horfði mjög grunnsamlega á Ferrero Rocher-kúlurnar og snerti þær ekki, sem þýddi að hinir í fjölskyldunni fengu meira en nóg af konfektinu.
Í ár ákvað hún þó að freista þess að fá föður sinn til að borða rósakál, eins og hún segir svo listilega vel frá á Twitter. Hins vegar var það morgunljóst að ekki dugði til að pakka bara rósakálinu inn í Ferrero Rocher-umbúðir. Judy þurfti að ganga lengra.
And so, yesterday, home for Christmas and with the devil at my elbow, I embarked on my most audacious sprout prank yet. pic.twitter.com/zr24u6Ve0g
— Judy Brown (@mcjude) December 25, 2018
Því ákvað hún að kaupa kassa af konfektinu og taka það úr umbúðunum. Því næst bræddi hún súkkulaði, húðaði rósakál með því að velti kúlunum síðan upp úr heslihnetum þannig að engin leið væri að sjá að um rósakál væri að ræða. Hún fór yfir allt ferlið á Twitter fyrir áhugasama.
I re-wrapped and (this is crucial) re-sealed the box with its original tape and a tiny dab of glue. Then secreted it amongst a bag of tasty gifts from my Aunt and retired to watch from afar pic.twitter.com/hkIThpvByI
— Judy Brown (@mcjude) December 25, 2018
Svo pakkaði hún rósakálinu inn í umbúðirnar og lokaði kassanum með sama límbandi og var á honum áður, ásamt því að nota smá lím til að engin verksummerki væru sjáanleg. Kassann setti hún svo í poka með öðrum matvörum og þó faðir hennar færi varlega þegar kom að konfektinu tókst þetta loksins hjá henni Judy – faðir hennar borðaði hrátt rósakál.
I am still chuckling. I will all day long. I know his retribution will be swift and terrible, but no Christmas gift could be greater than this: seeing my Dad, despite his efforts to avoid it, unwittingly eat a raw sprout. Merry Christmas, one and all. pic.twitter.com/RYV6pvYqbe
— Judy Brown (@mcjude) December 25, 2018
Hver ætli hrekkur næsta árs verði?